- - - -

S.l. þriðjudag fór skólinn í haustferðalag að Laka.  Við höfðum frestað ferðinni um viku vegna veðurs en ekki var hægt að kvarta yfir veðrinufagrifoss ferðadaginn.  Það lék við okkur, sól og hiti alla ferðina.

Lagt var að stað rétt fyrir klukkan níu og haldið að fyrsta stoppi sem var við Fagrafoss.  Þar urðum við vitni að fallegu sjónarspili þar sem regnbogi lék sér í fossinu.

Næsta stopp var á Galta þar sem við nutum útsýnisins og nóg var af því. Vestari hluti Lakagíga, Fögrufjöll, Uxatindar, Vatnajökull og allir þeir tindar og hnjúkar sem honum tilheyra.

Lagi var næst á dagskrá, þar var borðað áður en farið var í lítinn og léttan göngutúr.  Sumir upp á Laka aðrir svokallaðan þjóðgarðsstíg.  Önnur rútan tók upp á því að tapa gírunum einum af öðrum.  En það var ekki látið stoppa ferðina, enda dugði eitt hjól undir bílnum í söng Ómars Ragnarssonar.

Tjarnargígur var næstur á dagskrá.  Í Blágiljum var áð og borðað nesti,  Síðan var farið í einum rikk til Klausturs.

Við þökkum leiðsögumönnum þeim Guðmundi Óla og Orra Páli fyrir allan skemmtilegan dag. 

Myndir úr ferðinni er að finna hér.


 

 

Friday the 17th. Kirkjubæjarskóli á Síðu. Joomla 3.0 template