- - - -

Föstudaginn 18. desember eru litlu jólin í skólanum.

Form og tímasetningar litlu jólanna eru með hefðbundnu sniði.  Krakkarnir koma í skólann rétt fyrir kl. 12:00 og byrjum við litlu jólin með söng í anddyri skólans, að söng loknum förum við og njótum hátíðarmatar í matsalanum.  Eftir matinn tekur við stofustund, þar sem nemendur ásamt umsjónarkennara eiga notalega stund saman.  Um kl. 15:00 söfnumst við aftur saman í anddyrinu og séra Ingólfur verður með stutta hugvekju og síðan syngjum við eitt lag að lokum fyrir jólafríið.

Auðvitað þarf ekki að minna neinn á að við mætum spariklædd á litlu jólunum. 

Fyrsti nemendadagurinn á nýju ári er mánudaginn 4. janúar.  Hefst þá kennsla samkvæmt stundatöflu.

 

Saturday the 21st. Kirkjubæjarskóli á Síðu. Joomla 3.0 template