- - - -

Í gær tóku fjórir nemendur í 8. - 9. bekk þátt í Skólahreysti fyrir hönd skólans.  Keppt var í Mýrinni í Garðabæ.  Keppendur þetta árið voru Jakob Þórir í 8. bekk (upphífingar og dýfur)  Anna Björg 9. bekk (armbeygjur og hreystigreip), Orri og Elísabet bæði í 9. bekk fóru síðan hraðabrautina.  Þau voru studd dyggilega áfram af bekkjarfélögum sínum í 8. - 10. bekk.  Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur og er reglulega gaman að sjá hvað þau leggja hart að sér við æfingar og þegar í keppnina var komið.   Ekki er búið að birta úrslit.  Þau verður að finna á www.skolahreysti.is.

 


Friday the 17th. Kirkjubæjarskóli á Síðu. Joomla 3.0 template