- - - -

7. bekkur fór í gær að Laugalandi í Holtum til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni ásamt Karítas Kristjánsdóttur íslensku kennara þeirra.  Líkt og venja er voru tveir fulltrúar valdir úr hópi 7. bekkinga á Upplestrarhátíð Kirkjubæjarskóla sem haldin var í enda febrúar.  Fulltrúar Kirkjubæjarskóla í Stóru upplestrarkeppninni þetta árið voru Heiðrún Hrund og Maríanna Katrín, Eiður Örn var varamaður þeirra.  Þær stöllur Heiðrún og Maríanna stóðu sig eins og hetjur og voru glæsilegir fulltrúar skólans.

 


Friday the 17th. Kirkjubæjarskóli á Síðu. Joomla 3.0 template