- - - -

Þá er komið að haustferðalaginu okkar og stefnan er tekin á Laka þetta árið.

Ef veður verður ekki því vitlausara þá förum við n.k. þriðjudaginn 8. september.  Þessi ferð verður með svipuðu sniði og aðrar haustferðir.  Helsti tilgangur þeirra er að nemendur fái að sjá staði í sveitinni okkar sem þeir alla jafna fara ekki á og fræðist um landið og samfélagið.

Við gerum ráð fyrir að stoppa nokkuð reglulega á leiðinni því skakið í rútunni reynir á, síðan verður auðvitað stoppað til að fá kaffi og mat.  Mötuneyti skólans sér um að útvega bæði mat og kaffi.

 

Ekki er vitað með vissu hvenær ferðinni lýkur, vonandi fyrir 16:00.

Ekki frekar en áður getum við treyst veðrinu og því er nauðsynlegt að taka með sér regnklæðnað til að vera við öllu búin.

Nokkur sæti eru laus fyrir foreldra en þó er sætaframboð takmarkað og munu foreldrar yngri nemenda ganga fyrir.

Vinsamlegast hafið samband í síma 487 4633 eða með tölvupóstir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ekki seinna en á föstudaginn, ef þið hafið áhuga á að koma með í haustferðina, verð fyrir foreldra er kr. 1000.

Ef ekkert ferðaveður verður breytum við ferðadaginum.  Allar breytingar verða tilkynntar með smsi um leið og þært verða ljósar.

Kær kveðja

Skólastjóri

 


 

Friday the 17th. Kirkjubæjarskóli á Síðu. Joomla 3.0 template