- - - -

 

N.k. miðvikudag 18. febrúar er öskudagurinn. Við viljum aðeins breyta út af venju á þeim góða degi.  Gaman væri ef krakkarnir mæti í grímubúningi í skólann.

Í lok skóladagsins fá krakkarnir að fara um þorpið  og syngja og verða vonandi leyst út með góðgæti, ekki skemmir að vera í öskudagsbúningi.

Yngri krökkunum verður fylgt.

Við viljum minna á öskudagsballið, seinna um kvöldið 18. febrúar. Ballið fer fram í matsal skólans frá kl. 20:00 – 22:00.  Krakkarnir í 7. – 10. bekk sjá um skipulagningu skemmtunarinnar.  Þau hafa skipulagt eitt og annað dans, söngið, leiki og auðvitað verður kötturnn sleginn úr tunnunni.

Nemendafélagið Askur  verður með sjoppuna opna.  Það kostar 300 kr. inn á ballið, 500 fyrir þá sem ekki mæta í grímubúningi.

Skólabílar sjá um akstur á ballið og heimkeyrslu kl. 22:00.

Foreldrar eru beðnir um að láta skólabílstjóra vita ef þeir ætla ekki að nota þjónustu skólabíla.

Fyrir hönd nemendafélagsins Asks

Kær kveðja,

Kjartan og Jóhann

Saturday the 21st. Kirkjubæjarskóli á Síðu.