Miðstig

26. apríl 2019

Nemendur á miðstig  saumuðu poka úr bolum fyrir Pokastöðin í vetur.
Pokarnir voru afhentir rétt fyrir páska.

 




 

 Hér er svo hópmynd sem við fengum senda frá Reykjum. 

 


 

5. apríl 2019

Klukkan 11:55

Þá erum við lögð af stað heim á leið. Við erum í Norðurárdalnum núna. Ætlum að stoppa í Reykjavík og borða. Geri ráð fyrir að við verðum komin í Kirkjubæjarskóla milli 18 og 19. Set inn þegar við verðum komin til Víkur.

 


 

4. apríl 2019

Dagur 5:

Myndir frá undirbúningi fyrir hárgreiðslukeppni og af keppendum:

Topp átta:

 

Dagurinn byrjar eins og aðrir dagar á morgunverði. Annars þarf enginn að vera svangur hérna á Reykjum. Fimm máltíðir eru á dag: Morgunmatur, hádegismatur, síðdegiskaffi, kvöldmatur og síðan kvöldhressing. Maturinn er góður og allar hafa borðað vel. Við voru samt sammála um það að  kjötsúpan sem við fengjum í gær væri ekki eins góð og kjötsúpan hennar Stínu. :).

Fyrir hádegi var hefðbundin dagskrá.Eftir hádegismat var svo myndtaka.

Síðustu tímarnir eru valtímar og þá er hægt að velja á milli þess að taka þátt í borðtennismóti, horfa á DVD og spila, íþróttir,  sund og myndlist. Framundan í kvöld er svo hin fræga hárgreiðslukeppni og í framhald af því Skólabúðadiskóið.

Á morgun munum við leggja af stað 11:30 frá Reykjum.

 


 

3. apríl 2019

Dagur 4 framhald:

Krakkarnir úr Kirkjubæjarskóla tóku virkan þátt í kvöldvökunni. Lárus var kynnir. Margrét og Hrafntinna voru með Limbó og Jóhanna og Hrafntinna sungu. Hér koma nokkrar myndir.

 

Dagur 4:

Dagurinn í dag og í gær eru keimlíkir. Fyrir hádegið eru 3 kennslustundir í gangi: íþróttir og sund, náttúrufræði og saga og stöðvaleikur. Í náttúrufræði er farið í fjöruferð, það stefnir í að allir nemendur komi með töskur fullra af skeljum og gersemdum. Í sögu er þeim sögð Grettisaga á lifandi og skemmtilega hátt. Í stöðvaleikur er farið um svæðið og unnin verkefni á stöðvum. 

Eftir hádegi er aftur íþróttir. Einn hópur fer á Byggðarsafnið og annar i Undraheim. Þar æfa þau reykjasķólalagið og fara í hópefli. 

Á kvöldin eru kvöldvökur og frjáls tími til að spjalla og leika sér. Í gærkvöldi ákváðu nemendur t.d. að fara í útleiki.

Allt gengur vel og öllum líður vel bæði kennurum og nemendum.

 

2. apríl 2019

Dagur 3:

Mynd frá kvöldvöku:

Hér eru myndir úr matsal og Byggðarsafni.


 

1. apríl 2019

Dagur 2:

Í dag byrjaði dagurinn á því að fá morgunmat klukkan hálf tíu. Þá kom biðin langa því dagskráin byrjaði ekki fyrr en um hálf eitt. Tveir skólar bættust svo í hópinn um hádegið og eru því í skólabúðunum fjórir skólar. Eftir hádegið var skipt í þrjá hópa. Einn hópur fór í íþróttir, annar í fór í Undraland og sá þriði í Byggðasafnið þar sem meðal annars var boðið upp á hákarl. Framundan í kvöld er svo kvöldmatur og kvöldvaka. Allt gengur mjög vel.

Hér eru myndir frá heimavist og Bjarnaborg (leiksvæði)

 

 

 


 

31.mars 2019

Reykir Dagur 1

Við erum komin í Hrútafjörðinn. Ferðin gekk vel og nú eru allir að koma sér fyrir í herbergjum. Meiri fréttir á morgun.

 

1. febrúar 2019

Á döfunni:

1.  febrúar: Dagur Stærðfræðinnar.

6. febrúar: Lífshlaup byrjar

20. febrúar: Síðasti dagur lífshlaups.

28. febrúar: Árshátíð Kirkjubæjarskóla.

1. mars: Starfsdagur(frí hjá nemendum)

Í næstu viku er próf úr 4. kafla í stærðfræði.

Núna á föstudaginn 1. febrúar var Dagur stærðfræðinnar. Að þessu sinni unnum við saman allur skólinn og blönduðum hópum og voru í stöðvavinnu í tveim fyrstu tímunum. Verkefnin sem voru unnin var: Stærðfræðibingó, íþróttastærðfræði, mynsturgerð og Hvernig er einn fermetri í laginu? Þemað þetta árið var rúmfræði.

Í þessari viku hófst undirbúningur fyrir árshátíðarleikritið. Árshátíðarleikritið þetta árið er  um Emil í Kattholti. Allir nemendur á miðstigi eru komin með handrit og eru komnir með hlutverk. Gott er að æfa línurnar sínar heima.

Í samfélagsfræði vorum við byrja á verkefni sem tengist Vesturlandi.

Í næstu viku munu foreldrar fá senda foreldrakönnun í tölvupósti. Það er mikilvægt að sem flestir svari könnunni til að fá raunhafa mynd af skoðunum foreldra. Nánari upplýsingar eru í tölvupósti frá skólastjóra.

Í næstu viku munu nemendur í 5.-7. bekk svar könnum um lífshætti ungmenna. Þetta er könnun sem er árleg um allt land. Ég vísa í foreldrbréf sem ég sendi til ykkar í vikunni.


 

Myndir frá heimsókn í leikskóla:


 

17. desember 2018

Á fimmtudaginn eru Litlu jólin þau byrja klukkan 11:45. Þetta verður með hefðbundnum hætti og allir eiga að mæta spariklæddir. Það sem nemendur í 5., 6. og 7. bekk þurfa að hafa með sér á Litlu jólin er:

  1. Kerti og kertastjaki.
  2. Smá nammi og eitthvað að drekka.
  3. Pakka fyrir pakkaleik (500-1000 kr. )
  4. Gott er að hafa með sér smá tösku eða poka til að geta tekið með heim jólakort og jólaföndur.

Að lokum vil ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegrar jóla og þakka fyrir samstarfið á árinu.


 

Myndir frá bekkjarkvöldi:

 

 6. desember 2018

Miðvikudagur 5. desember                            Laufabrauðsdagur

Mánudagur 10. desember                              Stafsetningapróf

Þriðjudagur 11. desember                              Stærðfræðipróf

Miðvikudagur 12. desember                          Lesskilingspróf

Fimmtudagur 13: desember                          Dönskupróf og skriftarpróf

Fimmtudagur 13. desember                          Bekkjarkvöld klukkan 20:00

Föstudagur 14. desember                              Próf úr Aldasafninu

Mánudagur 17. desember                              Leiksýning hjá leiklistarvali klukkan 20:00

Mánudagur17. desember                              Heimsókn í leikskólann eftir hádegi.

Þriðjudagur 18. desember                             Foreldraviðtöl.

Fimmtudagur 20. desember                           Litlu jól.


 

13. nóvember 2018

15. nóvember: Spilakvöld.

22. nóvember: Spilakvöld.

1. desember (laugardagur): Fullveldishátíð.

5. desember: Laufabrauðs og föndurdagur.

Í stærðfræði í þessari viku vorum allir bekkir að byrja í köflum um tugabrot.

Í náttúru- og samfélagsfræði tókum við okkur smá pásu á Aldasafninu og erum byrjuð að vinna að verkefnum sem tengjast Fullveldishátíðinni sem haldin verður 1. desember. Nemendur í skólanum hafa skipt með sér árinu 1918 og í þessari viku vorum við að skoða gamlar auglýsingar sem voru dagblöðum í júní 1918. Við vorum að velta fyrir okkur árstíðinni sumar.


 

26. október 2018

2. nóvember verður opið hús í Kirkjubæjarskóla frá 10-14. Súpa, djús og kaffi verða í boði. Nemendur á miðstigi munu lesa upp úr verkefnum sem þau hafa unnið í samfélagsfræði. Nákvæmari tímasetning verður auglýst síðar.

Í þessari viku vorum við að klára fyrsta kaflann í stærðfræðibókunum, sumir eiga eftir að klára smá sem gott væri að vinna upp heima. Í næstu viku verður svo próf úr 1. kafla.

Í samfélags-og náttúrufræði höfum við verið að undirbúa Kötluviðtöl og erum búin að taka upp 2 viðtöl. Einnig höfum við verið að búa til starfsfólkið sem vinnur á Aldasafninu. Sú vinna er langt komin og gæti klárast á mánudaginn ef vel gengur.

Nemendur í 7. bekk tóku skólapúslinn á fimmtudaginn.

Allir nemendur á miðstigi eru búnir að fara í sjónpróf hjá skólahjúkrunarfræðingi.


 

25. október 2018

BLEIKUR DAGUR Á MORGUN. Koma í einhverju bleiku í skólann á morgun.


 

15. október 2018

Sæl og blessuð

Í síðustu viku koma gestur til okkar og var að kenna nemendum að klippa og breyta myndböndum. Hún ætlar að koma aftur til okkar miðvikudaginn 17. október.

Síðasta fimmtudag kom til okkar List fyrir alla. Það var brúðusýning um Búkollu. Eftir sýninguna fengu nemendur að búa til sínar eigin brúður.

Á miðvikudaginn kom Arnheiður námsráðgjafi og heimsótti miðstigið hún mun koma inn í miðstig nokkur veginn annan hvern miðvikudag í vetur. Næst kemur hún samt ekki fyrr en 14. nóvember.

Í stærðfræði þessa viku var 5. bekkur að vinna með samlagningu og margföldun. 6. bekkur var að vinna með margföldun og 7. bekkur var að vinna með tugabrot,  tölur, tölustafi og námundun. Við stefnum á að klára fyrsta kaflann í þessari viku og ég geri ráð fyrir að hafa próf úr 1. kafla í næstu viku ef allt gengur vel.

Í samfélags- og náttúrufræði voru við að klára safnið. Allir nemendur skrifuðu um Kópavogsfundinn.


 

28. september 2018

4. október: Skipulagsdagur frí hjá nemendum

5. október: Skipulagsdagur frí hjá nemendum.

9. október: Foreldraviðtöl.

11. október: List fyrir alla

22. - 26. október: Dansskóli

Í stærðfræði í þessari viku var 5. bekkur að vinna með frádrátt. 6. bekkur var að vinna með samlagningu, frádrátt og negatífar tölur. 7. bekkur er að vinna með röð aðgerða (sviga dæmi).

Í samfélags-og náttúrufræði lásum við og skrifuðum um Tyrkjaránið. Það er komin góð mynd á aldasafnið og sumir hópar eru nánast búnir.

Allir nemendur fóru á brúðuleiksýningu. Fyrst var 1.-5. bekk boðið en síðan var ákveðið að allir nemendur færu á sýninguna. 

Í síðasta tíma í dag var leikjatími og þess vegna gleymdi ég að senda börnin heim með heimavikuáætlun. Hún kemur því á mánudaginn. 

 


 

21. september 2018

Í síðasta tíma í dag fengu nemendur popp og djús í tilefni þess að 7. bekkur var búinn í samrændumprófum.

 

Á döfunni:

25. september: Námskynning fyrir foreldra klukkan 20:00

27. september: Leiksýning fyrir 5. bekk

4. október: Skipulagsdagur frí hjá nemendum

5. október: Skipulagsdagur frí hjá nemendum.

9. október: Foreldraviðtöl.

Í síðustu viku kom upp lúsartilvik í Kirkjubæjarskóla. Það er mjög mikilvægt að öll heimili kembi hár annan hvern dag. Leiðbeiningar voru sendar á öll heimili um hvernig best er að meðhöndla lúsartilvik. Það er mín reynsla ef við stöndum ekki saman og að ALLIR kembi þá blossa lús upp aftur og aftur.

Í næstu viku mun lestrarnámskeið hefjast hjá miðstigi. Þetta eru hraðlestraræfingar. Þau fara heim með æfingar. Námskeiðið stendur í 8 vikur. Nemendur lesa fjórum sinnum í skólanum á viku og fjórum sinnum heima. Mikilvægt er að fara eftir ákveðnu verklagi sem kynnt er í lesefninu auk þess munu nemendur kunna verklagið.

Í næsti viku mun Katrín lesfimisprófa nemendur á miðstigi.

Námskynning verðir þriðjudaginn 25. september klukkan 20:00. Þetta er fundur með umsjónarkennara og foreldrum þar sem farið verður yfir eitt og annað sem tengist skólanum og námsefni. Í lok fundar verður kynning fyrir foreldar 6. og 7. bekkjar á fyrirhugaðri Reykjarferð og skiplulagningar fjáröflunar.

Á fimmtudaginn verður próf í margföldunartöflunni (5,6 og 7 sinnum töflunni).


 

14. september 2018

Á döfunni:

17. september Ólympíuhlaup ÍSÍ (Norræna skólahlaupið  http://isi.is/fraedsla/olympiuhlaup-isi/

20. september: Samræmt próf 7. bekkur Íslenska.

21. september: Samræmt próf 7. bekkur Stærðfræði.

25. september Námskynning fyrir foreldra (kvöldfundur)

27. september Leiksýning fyrir 5. bekk

4. október: Skipulagsdagur frí hjá nemendum

5. október: Skipulagsdagur frí hjá nemendum.

9. október: Foreldraviðtöl.

 

Næsta mánudag verður Ólympíuhlaup ÍSÍ, sem var áður norræna skólahlaupið. Ég vil því biðja allar nemendur að vera með útbúnað til að hlaupa úti. Þrjár vegalengdir eru í boði: 2,5 km, 5 km og 10 km. Hægt verður að fara í sturtu eftir hlaupið.

Á fimmtudaginn og föstudaginn er 7. bekkur í samrændu könnunarprófi.

 

6. september 2018

Á döfunni:

20. september: Samræmt próf 7. bekkur Íslenska

21. september: Samramt próf 7. bekkur Stærðfræði

4. október: Skipulagsdagur frí hjá nemendum

5. október Skipulagsdagur frí hjá nemendum

9. október: Foreldraviðtöl

Í þessari viku fórum við í haustferðalag. Við fórum að skoða Eldgjá. Ferðin gekk vel og allir stóðu sig með sóma.

Í stærðfræði fóru allir í margföldunarpróf á fimmtudaginn. 5. bekkur hefur verið að vinna með neikvæðar tölur. 6. bekkur að vinna með tugakerfið og námundun. 7. Bekkur hefur verið að vinna með samlagningu. Í næstu viku mun 7. bekkur fara í smá undirbúning fyrir samræmtu prófinu. Við munum skoða gömul próf og fara í tölvurnar og æfa okkur smá að taka próf í tölvum.

Í samfélags-og náttúrufræði ræddum við og skrifuðum um siðaskiptin. Tímaásinn er tilbúinn og allir aldahópar eru skrifa um atburði sem tengjast sinni öld.

Í lok september verður námskynning fyrir foreldra. Nákvæmari tímasetning kemur seinna.


 

31. ágúst 2018

Á döfunni:

4. september: Haustferðalag Eldgjá

20. september: Samræmt próf 7. bekkur Íslenska

21. september: Samræmt próf 7. bekkur Stærðfræði

Næsta þriðjudag verður farið í árlega haustferð. Að þessu verður farið í Eldgjá. Lagt verður af stað um klukkan 9 um morgunin. Í dag er verðurspáin þokkaleg. Skýjað en þurrt. Mikilvægt er að klæða sig vel og vera í góðum gönguskóm. Við munum ganga að Ófærufossi sem er í mesta lagið tveggja tíma göngutúr.

Í skólatöskunni er blað frá Skólapúlsinum sem ég bið ykkur foreldra að skoða.

Á fimmtudaginn verður margföldunarkönnun úr fjórum fyrstu margföldunartöflunum.

Ef veður er gott verða útikennsla í íþróttum í september. Það er því mikilvægt að nemendur séu með íþróttaskó, síðar æfingarbuxur og langermabol til að vera í íþróttum. Eftir íþróttir verður svo hægt að skipta um föt þannig að krakkarnir þurfi ekki að vera í sveittum fötum allan daginn. Ef veðrið er ekki gott verður kennsla inni (Eins og t.d í dag).

Í stærðfræði í þessari viku hafa 5. bekkur verið að vinna með samlagningu og frádrátt neitkvæðra talna. 6. bekkur hefur verið að vinna með tugakerfið og námundun. 7. bekkur hefur verið að vinna með stórar tölur, tugakerfið, samlagningu og frádrátt.

Í samfélagsfræði skipum við bekknum í 5 hópa. Þar sem hver hópur er að búa til tímaás fyrir sína öld. (14.öld-18. Öld) Sú vinna er langt komin og er flottur tímaás komin upp á vegg í stofunni. Við lásum saman um Kalmansambandið og skrifuðum aðeins og það í vinnubók.

Íslensku eru nemendur byrjaðir að vinna með Smell 1. Sem er lesskilingsverkefni. Allir bekkir eru að vinna með stafrófið. Orðsporsvinna er að fara í gang. Karítas verður í lotu í endurmenntun hjá Háskóla Íslands í næstu viku og á meðan munu ýmsir kennara leysa hana af. 

 


28. ágúst

Fyrstu dagarnir hafa gengið vel.

Nemendur fá heimavinnublað heim með sér á föstudögum eða mánudögum (ég á eftir að finna aðeins taktinn í þessu) og eiga að skila heimanámi á þeim degi sem það er skráð. Það þýðir að heimavinni í stærðfræði á að skila á miðvikudegi og þá þarf vinna hana í síðasta lagi á þriðjudegi. Við ætlum að fylgja vel eftir að nemendur skili heimanámi fyrstu vikurnar og munum láta foreldra vita í tölvupósti ef nemendur skila ekki á réttum tíma.

Grunnefnið í stærðfræði er Stiku bækur. Stærðfræðin verður uppbyggð þannig að einn tíma í viku erum við að vinna með stærðfræðihugtök og skrifa í hugtakabók. Þrir tíma í viku eru svokallaðir þrælatímar þá vinum við eins og þrælar í stærðfræðibókunum. Einn tími í viku verður hringekja, þar vinna nemendur í hópum og leysa verkefni sem tengjast efninu í bókunum. Við munum byrja á því í stærðræði að rifja upp margföldunartöfluna. Miðvikudaginn 5. september verður fyrsta margföldunarprófið.

Í náttúru- og samfélagsfræði munum við vinna þemaverkefni (söguramma). Fyrsta þemað verður Aldarsafnið að þar erum við að fræðast um miðaldasögu Íslands (1300-1800)

Í ensku er 6. og 7. bekkur í Action en 5. bekkur er í Speak out. Sólveig kennir ensku.

Í íslensku eru allir nemendur  komnir með heimalestrarmiða og allir búnir að velja sér lestrabók.  Mikilvægt er að allir nemendur lesi heima á hverjum degi. Íslenskan skiptist í  málrækt, skrift, bókmenntir og stafsetning. Í málrækt munum við vinna með  námsefni sem heitir Orðspor sem er heilstætt námsefni í íslensku. Í stafsetningu munum við nota bók sem heitir Mál til komið (5. bekkur) og Mál er miðill (6.-7. bekkur). Heimanám í íslensku verður Kverið og skrift. Í kverinu á að vinna eina blaðsíðu á viku.  Bókasafnstími er á mánudögum.  Karítas kennir íslensku.

ÉG VIL HVETJA NEMENDUR TIL AÐ VERA MEÐ INNISKÓ Í SKÓLANUM.

Ef það eru einhverjar spurningar endilega hafið samband.


 

 

26. maí 2018

Í dag fór 5. og 6. bekkur í göngutúr. Var gengið frá skólanum að Hunkubökkum. Var stoppað í tveim fjárhúsum á leiðinni. Hér koma nokkrar myndir úr göngunni.


 

25. maí 2018

Í vorferðarlagi 5. og 6. bekk var farið til Víkur. Þar var margt gert. Það var byrjað á því að fara og skoða skipið Skaftfelling. Síðan var farið í göngutúr í Hrapið og niður í fjöru. Svo var farið í heimsókn í tónlistaskólann í Vík. Að lokum var skoðað nýtt hesthús. Skemmtileg ferð. Við vorum heppin með veður og alls staðar  var vel tekið á móti okkur. Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni.

 

 

 


 

23. maí 2018

Myndir frá bekkjarkvöldi.


 


 

26. apríl 2018

Á döfunni:

1.maí-Frí

10. maí-Uppstingingadagur-frí

11. maí-Starfsdagur-frí hjá nemendum

15.-17. maí-námsmatsdagar

21. maí-Annar í hvítasunnu-frí

Ekkert heimanám verður meira þennan veturinn. Að sjálfsögðu á samt áfram að lesa heima á hverjum degi og kvitta á lestrarmiðann.

Í stærðfræði í þessari viku voru við að vinna með brot. Sjöttu bekkur er búinn að vera að leggja saman og draga frá brot. Lengja brot og stytta og gera brot samnefnd. Þau eru aðeins byrjuð að skoða hvernig brot eru margfölduð. Fimmti bekkur hefur verið í brota skilnings æfingum og er að skoða hvernig brot eru lengd.

Í íslensku var 6. bekkur að vinna með lýsingarorð og skoða kvenkyns nafnorð sem enda á –unn. Þau unnu verkefni um slangur og sléttur. Við enduðum vikuna á að byrja að vinna með ljóð. Þau lásu og sungu ljóðið Vatnsenda-Rósa og lásu um ævi hennar og ástir, fjölskylduhagi og örlög.

5. bekkur vann verkefni um landvætti og læs tvo fræðitexta og svaraði spurningum úr þeim.

Í samfélagsfræði kláruðu allir að skrifa um löndin sem eru að keppa á HM í fótbolta. Allir hópar voru að skipuleggja 8 landaheimsreislu til þeirra landa sem fjölskyldan þeirra er að fara til. Í lok vikunnar voru við að reyna að taka myndir með green screen. Spennandi að sjá hvert það leiðir okkur J.


 

12. apríl 2018

Það sem eru um að vera hjá 5. og 6. bekk:

  • Fimmtudaginn 19. apríl- Sumardagurinn fyrsti. Frí í skólanum.
  • Fimmtudaginn 25. apríl-foreldraviðtöl
  • Þriðjudagurinn 1. maí – frí

Í næstu viku eru tvö próf á þriðjudaginn er enskupróf og á miðvikudaginn er stafsetningapróf. Stafsetningaprófið verður eins og áður hefur verið í vetur. Nemendur fá heim með sér texta og fara vel yfir og síðan er textinn lesinn upp í skólanum.

Í stærðfræði í þessari viku voru nemendur að vinna kafla um almenn brot.

Í íslensku var 6. bekkur að vinna með teiknimyndasögur. Nemendur trítluðu á bókasafnið og grúskuðu og grömsuðu í teiknimyndadeildinni. Þau prófuður vefsíðu til að búa til teiknimyndir. Ég læt vefsíðuna fylgja með ef einhver vill prufa  heima https://www.makebeliefscomix.com/Comix/ . Við prentuðum út myndir og bættum inn á myndirnar talblöðrum. Í stafsetningu unnum við verkefni sem lagði áherslu á greinir (-n og- nn) og y-reglur.

Í samfélagsfræði kláruðu allir hópar að búa til fjöskyldurnar og skrifa um þær persónuupplýsingar. Næst var að setja upp á vegginn ákveðnar grunnupplýsingar um hvert land: höfuðborg, íbúafjölda, tungumál, flatarmál, trúarbrögð, stjórnarfar, gjaldeyri og besta fótboltamanninn.


 

 

6. apríl 2018

Það sem eru um að vera hjá 5. og 6. bekk:

  • Þriðjudaginn 10. apríl kl. 11:00 3. - 7. bekk er boðið á leiksýningu á vegum Þjóðleikhúsins, Oddur og Sigga, í Tunguseli ásamt Víkurskóla.Lagt verður af stað frá skólanum kl. 10:30 og keyra Guðni og Agnar.  Sýningin er 50 - 60 mínútur og ættu þau því að ná til baka í matinn. 
  • Fimmtudaginn 19. apríl- Sumardagurinn fyrsti. Frí í skólanum.
  • Fimmtudaginn 25. apríl-foreldraviðtöl

Í þessari viku kláruðu nemendur kaflan um mælingar í stærðfræði. Á þriðjudaginn verðu próf úr þessum kafla.

5. bekkur fer í próf úr mælieiningum, ummáli, flatarmáli og mælikvörðum.

6. bekkur fer í próf úr mælieiningum, yfirborðflatarmáli, rúmmáli, 1 dm3=1 lítri, algebru og klukku.

Í íslensku var 6. bekkur að vinna með nafnorð: samnöfn og sérnöfn, kyn nafnorða og eintölu og fleirtölu. Þau byrjuðu á að kynna sér myndasögur en við munum vinna með það söguform í næstu viku. 5. bekkur var að vinna með fræðitexta og lesa úr töflum töflur. Allir unnu stafsetninga verkefni þar sem var unnið með tvöfaldan samhljóða og skrifuðu ljóð.

Í samfélagsfræði erum við byrjuð á nýjum söguramma verkefni sem tengist landafræði og heimsmeistaramótinu í fórbolta. Við erum búnin að setja upp á vegg heimskort og merkja inn á löndin sem eru að fara að keppa í HM í fótbolta. Það er búið að setja upp alla átta riðlana sem keppa á HM. Teikna fána alla landana og prenta út búning liðana. Það er búið að skipta bekknum í fjóra hópa og þau eru byrjuð að búa til fjölskyldur sem ætla að ferðast til þessara landa. Þetta hefur gengið mjög vel og gaman að sjá hvað krakkarnir eru orðnir þjálfaðir í þessum vinnubrögðum.

 

5. apríl 2018

Myndir frá bekkjakvöldi.


 

16. mars 2018

Þá ætlum við að gera aðra tilraun til þess að halda bekkjarkvöld. Þriðjudaginn 20. mars klukkan 20. verður bekkjarkvöld hjá 5. og 6. bekk. Þar ætla nemendur að kynna fyrir foreldrum það sem þau hafa verið að læra og gera í samélags-og náttúrfræðitímum. Eftir kynninguna borðum við saman. Allir eiga að koma með eitthvað til að setja á sameiginlegt hlaðborð.

Miðvikdaginn 21. mars verður svo próf úr stjörnufræðinni. Fyrir prófið er gott að fara vel yfir vinnubók og lesa í Auðvitabókinni bls. 4-26.

Á föstudaginn eru síðan allir komnir í páskafrí og byrjar kennsla afur þriðjudaginn 3. apríl.

Hér fyrir neðan eru myndir úr stærðfræði þar sem nemendur eru að rannsaka spil. Eins og sést er mikil einbeiting í gangi.

 

 


 

13.mars 2018

Bekkjarkvöldinu sem átti að vera í kvöld verður frestað fram í næstu viku. Nákvæmari tímasetning kemur seinna.


 

8. mars 2018

Þriðjudaginn 13. mars klukkan 20. verður bekkjarkvöld hjá 5. og 6. bekk. Þar ætla nemendur að kynna fyrir foreldrum það sem þau hafa verið að læra og gera í samfélags-og náttúrfræðitímum. Eftir kynninguna borðum við saman. Allir eiga að koma með eitthvað til að setja á sameiginlegt hlaðborð.

Í  íslensku þessa viku voru nemendur að skrifa heimildagreinagerð um Apolloferð. Skrifuðu ljóð um sólina. Einnig tóku nemendur stafsetningapróf.

Í stærðfræði voru við að vinna með mælingar.

Í samfélags-og náttúrfræði vorum nemendur að klára sögurammaverkefnið og æfa fyrir bekkjarkvöld.


 

23. febrúar 2018

Í þessari viku í íslensku vorum við að byrja á heimildarvinnu. Nemendur vinna í hópum og eiga að skrifa greinagerð um Apolló greimferð. Í þessari viku vorum við að byrja á að safna heimildum og gera hugtakakort um viðfangsefnið. Nemendur lásu texta og unnu verkefni með aðferðinni forlestur-lestur-eftirlestur. Í stafsetningu unnum við verkefni sem tengist tvöföldum samhljóma. Í skrift skrifuðu nemendur upp ljóð að eigin vali.

Í stærðfræði byrjaði 6. bekkur á nýrri bók sem heitir Stika 2B. Fyrsti kaflinn fjallar um mælingar. Í valtímanum fengu nemendur nýtt val sem tengist mælingum.

Í náttúrufræði voru við að klára að búa til geimverur á reikistjörnurnar, búa til heimili þeirra og tungumál. Það fer nú að sjá fyrir lokinn á þessum ramma við erum byrjuð á síðasta stóra verkefninum sem fjallar um sólina og tunglið.


 16. febrúar 2018

Það er mjög mikilvægt að lesa og skrifa í grænustílabókina á hverjum degi (4-5 sinnum í viku).

Í næstu viku er leynivina vika. Í dag föstudag drógu krakkarnir leynivin. Gott er að koma með eitthvað á hverjum degi. Gjafirnar eiga ekki að kosta mikið heldur geta falleg orð eða myndir verið miklu skemmtilegri.

Í íslensku í síðustu viku vorum við að halda ræður þar sem nemendur þurftu að rökræði hvort skólinn ætti að byrja klukkan 10 á morgnanna. Helmingur hópsins var á móti en hinn var meðmæltur þessum breytingum. Við unnum verkefni þar sem við vorum að æfa lestrartæknina: forlestur-lestur-eftirlestur. Í ritun skrifuðu nemendur sögu um geimverurnar sem þau hafa verið að búa til í náttúrufræði.

Í stærðfræði er 6. bekkur að klára bókina Stiku 2a. Þeir sem eiga eitthvað eftir núna eiga að klára þetta heima um helgina.Við munum byrja á nýrri bók á mánudaginn. Einnig kláruðum við verkefni um form sem þau hafa verið að vinna.

Í samfélags og náttúrufræði kláruðu þau að búa til geimveru, híbýli þeirra og skrifa um þær og einhverri voru að búa til tungumál geimveranna.


 

15. febrúar 2018

Öskudagur hjá 5. og 6. bekk.

 

9. febrúar 2018

Í miðvikudaginn er öskudagur. Þá mega nemendur mæta í búningum í skólann og um kvöldið er árlegt öskudagsball. Ballið byrjar klukkan 20:00. Fullorðnir þurfa að borga inn á ballið en börn frá frítt.

500 kr. fyrir þá sem mæta í búningi.

1000 kr. fyrir þá sem ekki mæta í búning.

Í næstu viku er leynivinavika. Á föstudaginn 16. febrúar verður dregið hvaða leynivin nemendur eru með.

Annars er skólastarf með hefðbundum hætti þessa viku J


 

2. febrúar 2018

Í þessari viku fengu krakkarnir breytt fyrirkomulag á heimalestri. Þau eiga enn að lesa heima á hverjum degi bæði upphátt og í hljóði. Þegar þau eru að lesa eiga þau að nota lestrartækni sem heitir forlestur-lestur-eftirlestur. Eftirlestur eiga þau að gera skriflegan í A5 bók (græn).

Síðasta vika hefur farið mikið í árshátíðarundirbúning. Við erum að æfa leikritið Blá hnöttinn. Árshátíðin verður svo föstudaginn 9. febrúar.

Þá eru það búningarmál:

Jóhanna, Hrafntinna, Daníel, Símon, Bjarki, Sigurður og Lárus leika fölubörnin. Búningar: Svört peysa/bolur ( helst hettupeysa) og svarta buxur.

Margrét og Stella: Kvartbuxur eða stuttbuxur (mega vera litskrúðugar).

Sumir eru búnir að hugsa og jafnvel koma með búninga, hina bið ég að koma með búninga á mánudaginn.

Í dag 2. febrúar er dagur stærðfræðinnar. Þemað þetta árið er strærðfræði og bókmenntir. Við lásum því saman söguna Danski draugurinn og unnum eitt stærðfræðiverkefni sem tengdist hverjum kafla í bókinni. Dæmi um verkefni: snjókornagerð, klukka og mynstur.

Ég vil svo hvetja alla til að vera duglegir í lífshlaupinu um helgina.

Hérna fyrir neðan eru myndir af verkefnum sem 5. og 6. bekkur gerði í tilefni Dags stærðfræðinnar.

Dagur stærðfræðinnarDagur stærðfræðinnarDagur stærðfræðinnar 


 

19. janúar 2018

Næsta vika verður stutt hjá nemendum. Bara tveir kennsludagar.

Í íslensku  í síðustu viku voru við að lesa áfram fræðitexta sem tengist geimverum og  geimvísindum. Allir skrifuðu sögu sem átti að fjalla um tvær mýs sem  fórum til tunglsins. Við lásum saman ljóðið um Astraltertugubb eftir Stuðmenn og horfðum á bort úr myndinni Með allt á hreinu. Við unnum eina æfingu í stafsetningu þar sem við æfðum tvöfaldan samhljóða. Í skrift skrifuðu við í Skriftarbók.

Í stærðfræði vorum við á vinna með rúmfræði, þrívídd og yfirborðsflatarmál.

Í samfélags og náttúrufræði kláruðu nemendur að búa til powerpoint sýningu um reikistjörnurnar.

Einnig byrjuðum við að samlesa fyrir árshátíð. Allir eru komnir með hlutverk og svo það halda áfram æfingar í næstu viku.

Góða helgi.

Kveðja Erla 


 

12. janúar 2018

Föstudagsfréttir:

Í þriðjudaginn 16. janúar er stærðfræðipróf hjá 5. og 6. bekk.

Í íslensku í þessari viku höfum við verið að vinna mikið í Orðspori. 6. bekkur var að vinna með fallbeygingu, samstafanir og greinamerki. 5. bekkur var að glósa. Finna lykilorð og aðalatriði í texta. Báðir bekkir skrifuðu vetrarljóð (janúarljóð), gerðu stafsetningaæfingu um n- og nn- reglur. Báðir bekkir fengu kennslu í lestækni sem fellst í forlestur-lestur-eftirlestur og unnu verkefni til að æfa þessa tækni. Við lásum saman um geimverur og munum halda áfram í næstu viku að vinna með fræðitexta.

Í stærðfræði er 6. bekkur að vinna í kafla um rúmfræði og 5. bekkur að klára kafla um tugabrot.

Í samfélags- og náttúrufræði voru við að skrifa í vinnubók um allar reikistjörnurnar í sólkerfinu, búa til forsíðu á vinnubók og byrja að því að útbúa power point sýningu um reikistjörnurnar, tunglið og sólina.

Í næstu viku byrjum við að undirbúa árshátíðarleikritið. Að þessu sinni ætlum við að sýna Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ. Það er kannski gott að minna ykkur á að árshátíðin er á öðrum tíma þetta árið heldur en hefð hefur verið fyrir. Árshátíðin verður föstudaginn 9. febrúar.

Ég vil líka minna á að 24.-26. janúar eru nemendur í frí. Þá eru starfsdagar hjá kennurum og ætlum við að þessu sinni að fara til London á náms- og tæknisýningu sem heitir Bett. 

 

19. desember 2017

Á morgun eru Litlu jólin þau byrja klukkan 11:45. Þetta verður með hefðbundnum hætti og allir eiga að mæta spariklæddir. Það sem nemendur í 5. og 6. bekk þurfa að hafa með sér á Litlu jólin er:

  1. Kerti og kertastjaki.
  2. Smá nammi og eitthvað að drekka.
  3. Pakka fyrir pakkaleik (500-1000 kr. )
  4. Gott er að hafa með sér smá tösku eða poka til að geta tekið með heim jólakort og jólaföndur.

Að lokum vil ég óska ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegrar jóla og þakka fyrir samstarfið á árinu.


 

Myndir af 5. og 6. bekk að læra.