Mötuneyti Skaftárhrepps - er gjalfrjálst fyrir nemendur frá og með haust 2024

 

Eftirfarandi reglur gilda um gjaldfrjálst mötuneyti Kirkjubæjarskóla:


1. Rekstur mötuneytis Öll börn sem stunda nám við Kirkjubæjarskóla eiga kost á gjaldfrjálsu mötuneyti skólans á skólatíma. Skaftárhreppur sér um rekstur mötuneytisins.

2. Þjónusta mötuneytis er létt morgunhressing, heitur matur í hádegi og ávextir eftir hádegi. Mánaðarmatseðill skólamötuneytis er aðgengilegur á vefsíðu skólans 20. hvers mánaðar með fyrirvara um breytingar. 


3. Fæðuofnæmi/fæðuóþol Sé notandi mötuneytis með fæðuofnæmi eða fæðuóþol þarf viðkomandi að skila inn læknisvottorði til staðfestingar sem og skriflegri beiðni á skolastjori@klaustur.is. Ekki er öruggt að hægt sé að verða við öllum beiðnum nema um staðfest bráðaofnæmi sé að ræða.


Þjónusta mötuneytis býðst allt skólaárið.