Skólastjóri sér um móttöku og aðstoð við nýja starfsmenn.
Í upphafi skólaárs sér skólastjóri um að útvega nýliðum í kennslu leiðsagnarkennara. Þeir hittast reglulega yfir allt skólaárið, að meðaltali í eina kennslustund á viku.
Fundur með nýliðum á fyrstu starfsdögum skólans í ágúst.
- Helstu reglur og hefðir skólans kynntar
- Farið yfir helstu áherslur í skólastarfi Kirkjubæjarskóla
- Farið yfir skólanámskrá og starfsáætlun skólans
- Undirritun þagnareyðs
- Húsnæði skólans skoðað
- Húsvörður sér um að afhenda nýjum starfsmanni lykla af skólahúsnæðin
Halda fundi með starfsmanni í byrjun október
- Fara yfir líðan í starfi
- Hvað gengur vel og hvað má fara betur?
Starfsmannaviðtöl í feb.-mars.
- Fara yfir líðan í starfi
- Hvað gengur vel og hvað má fara betur?