Móttaka nýrra nemenda
- Allir nýir nemendur ásamt foreldrum hitti skólastjóra á fundi áður en skólaganga hefst. Þar eru m.a. skráðar allar upplýsingar um nemandann sem fara í Infomentor (skráningarkerfi skólans). Einnig eru nemendur og foreldrar leiddir um stofnunina og þeim kynntar aðstæður.
- Umsjónarkennari ræðir um komu nýja nemandans við bekkinn og undirbýr komu hans. Tryggt verði að honum verði tekið með opnum huga frá byrjun. Þá verði frá því gengið að tilteknir nemendur taki nýja nemandann að sér í upphafi og hjálpi honum við að öðlast öryggi á nýjum stað.
- Umsjónarkennari sér um að sérgreinakennarar viti af nýja nemandanum áður en hann mætir hjá þeim í tíma.
- Umsjónarkennari sendir heim bréf /netpóst svo að allir foreldrar/aðstandendur nemenda í bekknum fái upplýsingar um nýja nemandann.