Einkunnarorð Kirkjubæjarskóla

Kærleikur

Áhersla á að kennarar, nemendur og starfsmenn skólans komi vel fram hvert við annað og að framkoma þeirra einkennist af kærleika, vinsemd og virðingu. Allir sem koma að skólanum á einn eða annan hátt sýni með framkomu sinni og orðum að þeim þyki vænt um skólann og þá sem starfa innan hans.

 

Bjartsýni

Áhersla á bjartsýni og jákvæðni þar sem samferðamenn leitast við að hvetja hvert annað til dáða og hugsa alltaf allir geta eitthvað enginn getur allt. Metnaður okkar felst í því að mæta nýjum kröfum og standast þær væntingar sem gerðar eru til okkar sem leiða framsækið skólastarf.

 

Samvinna

Áhersla er á samvinnu og samstarf milli nemenda, kennara og starfsfólks skólans. Nemendur fái tækifæri á að vinna með skólafélögum sínum í viðleitni þeirra við að leita sér þekkingar og efla færni sína á ýmsum sviðum. Einnig leggur skólinn áherslu á að viðhafa virkt samstarf við foreldra nemenda skólans og allt grenndarsamfélagið með það í huga að efla og bæta skólastarfið. Þeir sem standa að Kirkjubæjarskóla koma ávallt fram fyrir hönd skólans sem samstilltur og þéttur hópur sem ber hag skólans fyrir brjósti.