112 dagurinn
11. febrúar er einn, einn tveir dagurinn og er það dagur neyðarnúmersins 112 . Neyðarnúmer er ekki bara númerið sem við höfum samband við þegar slys ber að höndum heldur er það einnig barnanúmerið og hægt að koma skilaboðum til barnaverndar í gegnum það númer. Áhersla neyðarnúmersins í dag er einmitt á barnavernd.
Flestum börnum líður vel, eiga góða að og gott, öruggt heimili. En sum börn búa við vanrækslu og verða jafnvel fyrir áreitni og ofbeldi.
Á Heilsuvera.is er efni um afleiðingar ofbeldis á börn Afleiðingar ofbeldis á börn | Heilsuvera
Ef barn býr við slíkar aðstæður er hægt að hafa samband við 112 og koma tilkynningu til barnaverndar.
Höfum það í huga !
Kveðja,
Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir skólahjúkrunarfræðingur
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .