Árshátíð Kirkjubæjarskóla á Síðu 2017

Fimmtudaginn 6. apríl er árshátíð Kirkjubæjarskóla á Síðu.  Hefst hún klukkan 14:00 í Kirkjuhvoli.  Þar koma fram nemendur Heilsuleikskólans Kærabæjar og Kirkjubæjarskóla og skemmta gestum með leik og söng.

Í ár sýna krakkarnir valda kafla úr

 

Ávaxtakörfunni

eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur

 

Aðgöngumiðaverð er kr. 1000.

Að sýningu lokinni er öllum boðið í matsal Kirkjubæjarskóla þar sem á boðstólum verður kaffi og meðlæti.  Einnig verður í skólanum skemmtun fyrir yngri kynslóðina.

Við hvetjum alla til að mæta á árshátíðina og sjá skemmtilega sýningu.