Núna eru allir við hestaheilsu og því ætlum við að blása til árshátíðar
Fimmtudaginn 27. apríl er árshátíð Kirkjubæjarskóla á Síðu. Hefst hún klukkan 14:00 í Kirkjuhvoli. Þar koma fram nemendur Heilsuleikskólans Kærabæjar og Kirkjubæjarskóla og skemmta gestum með leik og söng.
Í ár sýna krakkarnir valda kafla úr
Ávaxtakörfunni
eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur
Aðgöngumiðaverð er kr. 1000.
Að sýningu lokinni er öllum boðið í matsal Kirkjubæjarskóla þar sem á boðstólum verður kaffi og meðlæti. Einnig verður í skólanum skemmtun fyrir yngri kynslóðina.
Við hvetjum alla til að mæta á árshátíðina og sjá skemmtilega sýningu.
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .