Breytt skóladagatal skólaárið 2018-2019

Í ljós hefur komið að það skóladagatal sem birt var á heimasíðu skólans snemmsumars er EKKI rétt.

Á það vantaði þær breytingar sem fræðslunefnd gerði á fundi sínum þann 30. apríl s.l., en þær eru eftirfarandi:

        Árshátíð verður þann 28. febrúar

        Skipulagsdagur verður þann 1. mars en EKKI þann 27. febrúar eins og stóð í fyrri útgáfu

 

Rétt útgáfa skóladagatalsins hefur verið sett inn á síðuna undir SKÓLANÁMSKRÁ

 

Vakin er athygli á því að laugardaginn 1. desember verða hátíðarhöld í tilefni 100 afmælis fullveldis Íslands og að 100 ár verða liðin frá síðasta Kötlugosi.

Verður nánar kynnt á foreldrafundi í september en áhugasamir geta kynnt sér viðburðinn með því að smella á þennan hlekk:

https://www.fullveldi1918.is/is/dagskra-arsins/fullveldi-i-kjolfar-kotlugoss

 

kærar þakkir

Katrín Gunnarsdóttir