Degi stærðfræðinnar var fagnað í Kirkjubæjaskóla í morgun þegar nemendur skiptu sér i fjóra blandaða hópa og unnu á fjórum mismunandi stöðvum þar sem kennarar undir forystu Erlu Ólafsdóttur stærðfræðikennara, leiðbeindu nemendum.
Á hverri stöð var ákveðið þema s.s. stærðfræðibingó, mynsturgerð, íþróttastærðfræði og Hvernig er einn fermetri í laginu?
Vinnan gekk vel og voru nemendur og kennarar ánægðir með þetta skemmtilega uppbrot frá stundatöflukennslunni.
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .