Út af ,,dotlu“ var skipulag öskudags nokkuð frábrugðið frá fyrri árum en það má með sanni segja að dagurinn hafi heppnast frábærlega.
Nánast allir nemendur og starfsmenn klæddust fjölbreyttum og litskrúðugum búningum í tilefni dagsins. Það var ljóst snemma dags að tilhlökkun og spenna var í loftinu enda lá fyrir að helsta verkefni dagsins beið handan hornsins, að maska eins og þeir segja fyrir vestan
Upp úr hádegi flykkust nemendur út í vorveðrið, glaðhlakkaleg á svip og stuttu seinna mátti heyra sönginn óma í fjarska. Uppskeran var í samræmi við gleðina og gæði söngsins og snéru nemendur aftur upp í skóla með poka fulla af sælgæti.
Þar var kötturinn sleginn úr tunnunni og haldið út í íþróttahús þar sem unglingarnir stjórnuðu leikjum og marseringu. Var frábært að sjá hve unglingarnir sýndu yngri nemendum mikla umhyggju og natni svo bros var að sjá á hverju andliti.
Eftirfarandi fyrirtæki og stofnanir buðu nemendum að sækja sig heim og þiggja sælgæti:
Hjartans þakkir fyrir öll sem eitt – þetta var dásamlegur dagur !
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .