Fréttir

Í síðustu viku var sett upp sýning í tilefni Uppskeruhátíðar, sýningin var á verkum nemenda, sem unnin hafa verið í smíði, sjónlist og textíl á þessu ári. Ásamt eldri munum úr sögu Kirkjubæjarskóla. Biskup Íslands var í vísitasíu um prestakallið og kom í óskipulagðri heimsók til okkar. Fékk biskup að skoða skólann, tónlistarkólann, bókasafnið ásamt því að líta við í kennslu hjá yngstu nemendum okkar, en þau voru að undirbúa verk fyrir sýninguna.  

Í Þessari viku verða uppbrotsdagar tileinkaðir sprotaverkefninu okkar sem ber yfirskriftina; staðarvitund og geta til aðgerða: Leiðir til að skapa lærdómssamfélag í grunnskóla í brothættri byggð. Anna Guðrún Edvardsdóttir verkefnastjóri kemur og verður með okkur að vinna verkefni.

 mynd úr sýningu mynd úr sýningu mynd úr sýningu mynd úr sýningu