Á fimmtudaginn 7. desember verður laufabrauðsdagurinn haldinn í Kirkjubæjarskóla á Síðu frá klukkkan kl 13:45. Skólabílar fara heim á hefðbundnum tíma og eru foreldra beðnir um að láta skólabílstjóra vita ef barn þeirra mun ekki þiggja far heim.
Hægt verður að kaupa laufabrauð og fá það steikt á staðnum. Nauðsynlegt er að koma með bretti, hníf og ílát undir laufabrauðin. Foreldrafélagið heldur utan um steikingu og skólafélagið selur jólaföndur og piparkökur til að mála á.
Jólatónlist og jólastemming, allir velkomnir.
Sjáumst sem flest.
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .