Leynivinavika

Vikuna 19. — 23. febrúar verður s.k. Leynivinavika.

Núna í vikunni drógu nemendur sér leynivin og sem þeir eiga síðan að reynast sannir vinir í næstu viku.  Auðvitað eiga allir að vinir allra, alltaf. En þessa viku vöndum við okkur ennþá meira en venjulega.

En hvað er að vera góður vinur, ekki ætlum við að setja einhvern mælikvarða á vináttu eða væntum-þykju.   En við viljum ekki að í þessari vinaviku verði gjafaflóð. Heimatilbúnar gjafir eru skemmtilegar, skrifa falleg skilaboð og setja á veggi skólans eða læða þeim til leynivinarins er líka skemmtilegt.

Nánari upplýsingar veitir Sólveig Ólafsdóttir (solveig@klaustur.is)