Þá er komið að því
31. janúar — 13. febrúar hreyfa allir sig eins og þeir eigi lífið að leysa því Lífshlaupið telur þá daga.
Kirkjubæjarskóli hefur tekið þátt í lífshlaupinu undanfarin ár og krakkarnir hafa staðið sig hreint út sagt frábærlega. Unnið sinn flokk nokkrum sinnum.
Lífshlaupið er hvattningverkefni Íþrótta– og Ólympíusambands Íslands með það að markmiði að auka hreyfingu almenning .
Við höfum útbúið eyðublað vegna skráningarinnar og fá krakkarnir það heim í næstu viku. Bið ég alla foreldra að aðstoða krakkana á alla vegu, gera þeim kleift að komast út að hreyfa sig, hvetja þau til að hreyfa sig og hjálpa þeim svo með skráninguna.
Við köllum síðan eftir skráningareyðublöðunum reglulega til að setja upplýsingar inn á heimasíðu www.lífshlaupsins.
Við munum birta upplýsingar um stöðu skólans reglulega
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .