Í byrjun mars varð ljóst að nemendur Kirkjubæjarklausturs lentu í öðru sæti í sínum flokki í Lífshlaupinu. Þátttaka var 100% og dagafjöldi 11,34. Með 11,89 daga og í fyrsta sæti varð Víkurskóli, einnig með 100% þátttöku.
Ekki náðist að afhenda viðurkenninguna áður en COVID-19 setti allt skólahald úr skorðum en þann 4. maí s.l. var takmörkunum aflétt og nemendur voru loks sameinaðir. Afhending viðurkenningarinnar fór fram í hádeginu þann 5. maí og tók ELva Marín Elvarsdótttir, formaður skólafélagsins Asks við gripnum fyrir hönd nemenda.
Við það tækifæri var tekin mynd af nemendahópnum, einhverjir voru reyndar farnir út enda veðrið gott og frelsið til leiks nemendum kærkomið.
Innilegar hamingjuóskir nemendur Kirkjubæjarskóla - þið er langflottust !
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .