Nemendur og starfsfólk Kirkjubæjarskóla héldu í jólafrí í gær eftir að hafa átt góða stund saman. Dansað var í kringum jólatré og sungnir jólasöngvar. Síðan var sest að borðum, hátíðarmatur snæddur og jólasveinar kíktu í heimsókn. Nemendur fóru síðan í kennslustofur sínar með umsjónarkennara, skiptust á gjöfum og skemmtu sér saman. Áður en haldið var inn í jólin söfnuðust nemendur og starfsfólk saman við jólatréð, hlýddu á jólaguðspjallið og sungu sálminn helga, Heims um ból.
Fyrsti skóladagur á nýju ári er mánudagurinn 7. janúar og er mæting skv. stundaskrá.
Megi þið öll, nemendur, starfsfólk og fjölskyldur ykkar eiga friðsæla jólahátíð, þakka ánægjulegt samstarf á líðandi ári og hlakka til að hitta ykkur á nýju ári.
Jólakveðjur
Skólastjóri
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .