Skólaferðalag

 

Í dag fimmtudag var farið í skólaferðalag að Núpstöðum, Dverghömrum og Stjórnarfossi.

Lagt var af stað rétt fyrir kl. 9:00. Stoppað var við Dverghamra sem eru stuðlabergsstapar. Þar fengu krakkarnir sér morgunhressingu og um leið að sjá stuðlabergið í návígi. 

Síðan var haldið áleiðis að Núpstað. Þar fengu nemendur að skoða öll húsin á bæjarhlaðinu þar á meðal minnsta bænahús landsins. Einnig fengu nemendur að skoða fjörgamlan Willis.


Nemendur fóru í leiki. þar á meðal öfugsnúin feluleik þar sem einn átti að fela sig og allir að leita. Einnig var hlaupið í skarðið, einhverjir fóru í leikinn Varúlfur.  Þá var komið að hádegishressingu og eftir hana lærðu nemendur dansa sem unglingarnir höfðu veg og vanda af.
Á heimleiðinni var ekið að Stjórnarfossi og labbað að fossinum. Þá var farið í Súperman að hætti Ladda. Síðan fengu nemendur smá góðgæti áður en lagt var af stað heim.

Á heimleiðinni höfðu unglingarnir okkar veg og vanda að spilunarlista sem sungin var hástöfum alla leiðinna að Klaustri. Það voru því þreyttir nemendur sem komu heim að lokinni skemmtilegri ferð.