Skólahreysti - í dag kl. 14.00 - bein útsending !

 

Fríður flokkur nemenda við KBS lagði af stað snemma í morgun áleiðis til höfuðborgarsvæðisins til að taka þátt í Skólahreysti.

Keppendur fyrir okkar hönd eru: Lárus Guðbrandsson, Daníel Smári Björnsson, Hrafntinna Jónsdóttir og Svava Margrét Sigmarsdóttir. Varamaður er Margrét Ragnarsdóttir Blandon og þjálfari okkar frábæra Kasia, íþróttakennari.

 

Sýnt verður beint frá keppninni á RÚV og hefst útsending kl. 14.00

Við í Kirkjubæjarskóla munum safnast saman í skólastofum og hvetja okkar keppendur og væri gaman ef þeir sem það geta myndu setjast við skjáinn :)

 

Dagskrá keppninnar 5. riðill:

Reykjavík – miðvikudagur 12.mai kl 14:00                                                                5 riðill                             

Mæting keppnislið-Afhending bolir/vesti

12:30

Æfingatími á keppnisvelli

12:45

Dómarar fara yfir / þrautir / reglur

13:15

Keppni byrjar / kynning-keppnislið

14:00

Viðtal keppendur fyrsta keppnisgrein

 

Upphífingar / strákar

14:00

Viðtal sigurvegari upphífingar

 

Viðtal keppendur næsta keppnisgrein

 

Armbeygjur / stelpur

14:10

Viðtal sigurvegari armbeygjur

 

Staða 2. greinar

 

Viðtal keppendur næsta keppnisgrein

 

Dýfur / strákar

14:20

Viðtal sigurvegari dýfur

 

Staða 3. greinar

 

Hreystigreip / stelpur

14:30

Viðtal sigurvegari hreystigreip

 

Staða 4. greinar

 

Viðtal keppendur næsta keppnisgrein

 

Hraðaþraut – stelpur / strákar

14:40

Viðtal sigurvegarar hraðaþraut

 

Verðlaunaafhending - heildarstig

 

Mótslok

15:00