Dagurinn verður með þeim hætti að byrjað verður á stuttri athöfn í matsal Kirkjubæjarskóla.
Síðan fara nemendur með umsjónarkennurum í stofur og verða þar til hádegis.
Nemendum verður síðan boðið upp á grillaðar pylsur og safa kl. 12:25.
Deginum lýkur síðan á leikjastund nemenda og kennara undir stjórn Katarzyna Korolczuk íþróttakennara.
Skólaakstur er um morguninn og þegar skóla lýkur kl. 14:00.
Að venju mun skólinn útvega nemendum ritföng, stíla- og reiknisbækur auk glósubóka.
Heimili þurfa að útvega:
PENNAVESKI, SKÓLATÖSKU, ÍÞRÓTTAFATNAÐ (SKÓR NAUÐSYNLEGIR), SUNDFATNAÐ OG VASAREIKNI FYRIR NEMENDUR 8.-10.BEKKJAR
Ath. foreldrar sem eiga eftir að skrá börn í skólann eru beðnir um að gera það sem allra fyrst.
Hægt er að gera það með því að senda póst á skolastjori@klaustur.is
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .