Skólaslit 31.5.2023

Nemendur 1-2. bekkjar glaðir með vitnisburð vetrarins
Nemendur 1-2. bekkjar glaðir með vitnisburð vetrarins

Þann 31. maí var Kirkjubæjarskóla slitið í Félagsheimilinu að viðstöddu fjölmenni.

Nemendur 1.-9. bekkjar fengu afhentan vitnisburð sinn og einn nemandi, Daníel Smári Björnsson, útskrifaðist úr 10.bekk og lauk þar með sinni grunnskólagöngu.  

Systkinin Björg Sigurðardóttir og Friðrik Sigurðsson, sáu um tónlistarflutning undir stjórn Svavars Sigurðssonar, skólastjóra Tónlistarskólans.

Að athöfn lokinni skunduðu nemendur og starfsfólk út í sumarið, sem sýndi sínar bestu hliðar þennan dag, sól og 18 °C.

 

Sjáumst hress og kátt þann 21.ágúst !