Tilkynning frá Kirkjubæjarskóla

Lokins :)
Lokins :)

Tilkynning frá Kirkjubæjarskóla á Síðu – 30/04/2020

 

Frá og með mánudeginum 4. maí verður skólastarf með eðlilegum hætti og kennt samkvæmt stundaskrá.

Íþróttir, sund,  list- og verkgreinar, matartímar, frímínútur, gæsla ( Frístund) og allt annað sem hefur verið með breyttu sniði fellur að mestu í eðlilegt horf.  Breytingar verða þó gerðar á kennslu í verkgreinum en tónmennt verður á sínum stað.

Það eina sem breytist ekki er að starfsfólk þarf að virða tveggja metra regluna eins og frekast er unnt og að sama skapi munum við halda gestakomum í skólann í algeru lágmarki.

Reglan um tveggja metrar fjarlægð á nú aðeins við um fjarlægð milli fullorðinna. Skv. samkomubanni sem tekur gildi 4. maí er ekki heimilt að fleiri en 50 fullorðnir komi saman í sama rými og þá með 2ja metrar fjarlægð.    Vordagar, vorhátíð og skólaslit verða því  með breyttum hætti þ.e. án aðkomu foreldra.

Áfram höldum við með  handþvott og sprittun, takmörkum á leikfanganokun á yngsta stigi og virðum ákvæði um almennar sóttvarnir og þrif.

Nemendur sem eru í skilgreindum áhættuhópum venga Covid-19 haldi sig heima ef ráðlegginar læknis eru á þann veg.

Börn með kvef-eða flensueinkenni komi ekki í skóla.

Ef brýnar ástæður eru til geta foreldrar sótt um leyfi til skólastjóra fyrir börn sín frá skólasókn.  Slíkar beiðnir skulu vera skriflegar og þar staðfesta foreldrar að þeir beri fulla ábyrgð á námi nemenda á meðan á leyfi stendur.