Nemendur eru þessa dagana á fullu í undirbúningi fyrir litlu jólin sem eru á föstudaginn 20.desember.
Í gær var jólatréð skreytt, sáu nemendur í 8.-10. bekk um að skreyta það en nemendur í 5.-7. bekk fóru í síðustu viku í Prestsbakkakot til að finna þetta fallega jólatré.
Hefðbundið skólastarf er brotið upp með ýmsum hætti, jólalög hljóma úr stofunum, jólakort eru skrifuð til skólafélaga og stofurnar skreyttar.
Á hverjum degi þessa vikuna komum við öll saman í matsal og syngjum jólalög við undirleik Teresu tónlistarkennara.
Jólakveðja úr Kirkjubæjarskóla
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .