Upplestrarhátíð 2016

Miðvikudaginn 24. febrúar verður haldin upplestrarhátíð nemenda í 5. – 7. bekk í Kirkjubæjarskóla.

Tveir fulltrúar úr 7. bekk verða þar valdir til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem verður haldin á vegum Skólaskrifstofu Suðurlands miðvikudaginn 10. mars.  Foreldrum og aðstandendum er boðið að koma í skólann og hlýða á nemendur lesa bæði bundið og óbundið mál sem þeir velja að hluta til sjálfir. Upplestrarhátíðin fer fram í matsal skólans og hefst kl. 20:00 og er áætlað að henni ljúki kl. 22:00. Þátttaka nemenda er skylda, nema um sérstakar aðstæður sé að ræða. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta á upplestrarhátíðina.