Miðvikudaginn 21. mars verður haldin upplestrarhátíð nemenda í 7. bekk í Kirkjubæjarskóla.
Tveir fulltrúar úr 7. bekk verða þar valdir til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin verður á vegum Skólaþjónstu Rángarvalla- og Vestur Skaftafellssýslu 5.apríl n.k. í Vík.
Foreldrum og aðstandendum er boðið að koma í skólann og hlýða á nemendur lesa bæði bundið og óbundið mál sem þeir velja að hluta til sjálfir.
Upplestrarhátíðin fer fram í matsal skólans og hefst kl. 20:00 og er áætlað að henni ljúki kl. 22:00.
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .