Miðvikudaginn 21. mars var Upplestrarhátíð 7. bekkjar Kirkjubæjarskóla á Síðu
Þar lásu 7. bekkjar valda texta og ljóð fyrir gesti og að lokum tilnefndi dómnefnd tvo nemendur sem verða fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni sem verður haldin 5. apríl í Vík í Mýrdal.
Þau hafa verið að æfa framsöng í vetur undir handleiðslu Katrínar Gunnarsdóttur en hún sá einnig um framkvæmd Upplestrarhátíðarinnar.
Dómnefndin var skipuð Auðbjörgu Bjarnadóttur, Fanneyju Ásgeirsdóttur og Ólafíu Jakobsdóttir.
Svava Margrét Sigmarsdóttur og Sveinn Hartiv Ingólfsson voru valdir fulltrúar Kirkjubæjarskóla í Stóru upplestrarkeppnina.
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .