Föstudaginn 4. nóvember opnuð við skólann í tilefni Uppskeruhátíðar Skaftárhrepps. Vikuna á undan höfðu krakkarnir verið að vinna með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á ýmsa vegu undir handleiðslu kennara. Skólinn var ríkulega skreyttur með verkum og hugleiðingum nemenda sem leiddu gesti og gangandi eftir göngum skólans. Stóra spurningin eftir daginn var hvort að Skaftárhreppur ætti að gerast barnvænt samfélag (samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna).
Gaman var að sjá hve margir gáfu sér tíma til að kíkja til okkar og gleðja með nærveru sinni.
Skólinn hefur tekið þátt í Uppskeruhátíðinni frá því hún var fyrst haldin fyrir margt löngu og alltaf er jafn gaman að taka þátt í sameiginlegri hátíð sveitunga okkar.
Fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi er að finna hér.
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .