Þann dag sameinast nemendur og starfsmenn í leikjum og hafa gaman saman. Mæting er á hefðbundum tíma og hefst hátíðin kl. 8.40.
Hjólaskoðun ( minnum foreldra á að láta skólabílstjóra vita ef hjól verða með í för ) og hjólabrautin verður á sínum stað ásamt, bandí, krokket og brennó svo eitthvað sé nefnt.
Deginum lýkur svo með grilli og gleði um kl. 12:30 og skóladegi lýkur kl. 13.00.
Áður en nemendur halda heim býður Ungmennafélagsið Ármann öllum nemendum Kirkjubæjarskóla að halda áfram í sprelli og gleði sem hefst kl. 13 og stendur til kl 14.00.
Skólabílar halda síðan heim á leið frá skóla kl. 14.05
Sjáums öll hress og kát mánudaginn !
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .