Vorhátíð og skólaslit 29.maí 2020

Vegna seinkunar á skólasetningu s.l. var ákveðið að slá saman vorhátíð og skólaslitum.

Dagskráin er því með breyttu sniði  í ár og verður þannig :
Kl. 8.40         Nemendur mæta í skóla á hefðbundnum skólatíma
Kl. 9.00         Hjólaskoðun - leikjastöðvar
               Ef veður gerir strik í reikninginn verða leikjastöðvar færðar í íþróttahús


Kl.11.00 Grillaðar pylsur - allrar varúðar gætt skv. tilmælum almannavarnardeildar

Foreldrar /forráðamenn velkomnir   (úti ef veður er gott, annars í matsal)

Kl.13.00 Skólaslit í matsal skólans - foreldrar/forráðamenn boðnir velkomnir

Í boði verður skólaakstur eins og hefð er fyrir og eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að láta bílstjóra vita ef börn þeirra munu ekki nýta ferðina heim.

Með vísan til tilmæla frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra dags. 27.maí 2020 eru allir  hvattir til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu í samskiptum eins og kostur er.  Virða þarf óskir þeirra sem það  kjósa að halda 2 metra fjarlægð í skólabyggingum.

Bestu kveðjur
Skólastjóri