Í gær var 112-dagurinn haldinn um allt land, en að þessu sinni er sjónum beint að öryggi fólks í umferðinni. 112 er samræmt neyðarnúmer Evrópu og er dagurinn haldinn víða um álfuna til að minna á að aðeins þarf að kunna þetta einfalda númer til þess að fá aðstoð í neyð.
Fólk er sérstaklega varað við því að nota síma og önnur snjalltæki undir stýri, enda sýna rannsóknir að þeir sem hafa hugann við slík tæki í akstri eru margfalt líklegri en aðrir til að valda umferðarslysum. Samstarfsaðilar 112-dagsins hvetja jafnframt þá sem ganga og hjóla til að nota endurskin og vera þannig vel sýnilegir öðrum vegfarendum.
Viðbragðsaðilar á Klaustri mættu með bíla sína og tæki á bílaplanið við Kirkjubæjarskóla og fengu nemendur og starfsfólk að skoða og kynna sér búnað sem nauðsynlegur er til að sinna útköllum og aðstoða í neyð.
Kærar þakkir fyrir heimsóknina góða fólk og takk fyrir að standa vaktina fyrir okkur öll!
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .