Nemendur Kirkjubæjarskóla taka virkan þátt í verkefni á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs og Skógræktar sem felst í því að búa til ævintýraskóg í Þjóðskóginum á Kirkjubæjarklaustri.
Nemendur yngsta stigs fóru í morgun með vasaljós og fóru um Ævintýraskóginn með kennurum sínum þeim Herdísi og Mæju auk Sæunnar stuðningsfullrúa. Fengum senda eftirfarandi frétt frá Mæju:
,,Við tókum hringinn í skóginum um ævintýraskóginn stoppuðum við tréð sem 1.og 2.bekkur skreyttu og skoðuðum það, héldum síðan áfram í nýja skógarkofann og þar fundum við óvæntan glaðning :) ( úúú spennandi :))
Því næst fórum við að trénu sem 3.og 4.bekkur skreyttu og fundum söngtexta í kassanum góða og var lagið tekið. (sjá myndband.)
Að lokum rákumst við á sjálfa Grýlu og var hún kominn með pottinn sinn að fossinum. Við teljum okkur heppin að hafa öll komist aftur heil á húfi í skólann."
Og mikið erum við heppin að hafa fengið ykkur öll heil á húfi :)
Kærar þakkir fyrir frásögnina og myndbandið !
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .