Í dag hélt 1. bekkur 100 daga hátíð þar sem þau eru búin að vera 100 daga í grunnskóla. Hátíðin tókst vel hjá það voru unnin fjölbreytt verkefni sem öll tengjast tölunni hundrað og talningu á tugum.
Nemendur útbjuggu m.a. hálsmen úr 100 Cheerios og Weetos hringjum, kórónur með tölustöfunum 100 og jafnvel 100 hjörtum!
Það var opnaður nammibar í stofunni þar sem voru 10 tegundir af gotti. Hver og einn fékk að taka 10 gott af hverri tegund en 10 x 10 gefur 100 gott! Að lokum teiknuðu nemendur mynd af sér 100 ára og skrifuðu í sameiningu 100 algengustu orðin 🙂Rosa gaman!!