112-dagurinn

Viðbragðsaðilar hér í Skaftárhreppi tóku svo sannarlega þátt í 112 deginum í sinni heimabyggð og komu til okkar í Kirkjubæjarskóla. Slökkvilið Skaftárhrepps, Björgunarsveitin Kyndill, Björgunarsveitin Stjarnan, Sjúkrabíllinn og Lögreglan. Nemendur voru ánægðir með að fá kynnast starfsemi þessara aðila og skemmtu sér mjög vel. Takk allir sem komu og gerðu daginn að veruleika.