D-vítamín alla daga

 Ráðlagður dagskammtur:

Börn undir 10 ára: 10 míkrógrömm (400 Alþjóðaeiningar)
Börn eldri 10 ára og fullorðnir: 15 míkrógrömm (600 Alþjóðaeiningar).

     • Ef tekið er lýsi þá samsvarar 5 ml (barnaskeið) af lýsi fyrir börn yngri en 10 ára og 8 ml (heimilismatskeið) fyrir eldri börn.

Foreldrum eða forráðamönnum er bent á að lesa utan á umbúðir og velja magn fæðubótarefnis miðað við ráðlagðan dagskammt.

Munum eftir d-vítamín alla daga

     • D-vítamín er mikilvægt fyrir vöxt og þroska barna.
     • Niðurstöður rannsókna á íslenskum börnum sýna að D-vítamín gildi eru ekki fullnægjandi hjá stórum hluta barna.
     • D-vítamín er í fáum fæðutegundum þ.v er ráðlagt að taka d-vítamín sem fæðubótarefni t.d lýsi, lýsisperlur eða d-vítamín töflur.

     • Í Kirkjubæjarskóla er öllum nemendum boðið upp á lýsi ef þau vilja. 

 

Kveðja skólahjúkrunarfræðingur