Næsta miðvikudag er Öskudagur. Að þessu sinni verður dagurinn með aðeins breyttu fyrirkomulagi hjá okkur í Kirkjubæjarskóla.
Nemendur mæta í skólann á hefðbundum tíma, með búningana sína meðferðis en þeir munu fá tíma eftir hádegi til að klæða sig upp. Að því loknu munu nemendur ganga um þorpið og sníkja sér nammi. Starfsfólk frístundar fylgir 1.-3.bekk en kennari mun fylgja eldri nemendum.
Að venju ætlar nemendafélagið Askur að halda Öskudagsball fyrir nemendur leik-og grunnskólans en að þessu sinni hefst ballið strax að loknum skóla eða kl.15.00 - 17.00. Í ljósi þessara breytinga mun skólaakstur frestast til kl.17.10. Þar sem ballið er utan starfstíma skólans er gert ráð fyrir að foreldrar nemenda í 1.-3.bekk fylgi þeim á ballið. Við minnum foreldra á að láta skólabílstjóra vita muni barn/börn þeirra ekki nýta sér skólaakstur þennan dag.
Nemendafélagið verður þá með sjoppu á staðnum þannig að nemendur sem ætla að nýta sér sjoppuna þurfa að hafa pening meðferðis.
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .