Fræðslufundir Foreldrahúss

Foreldrahús í samstarfi við félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bauð starfsfólki gurnnskólanna á svæðinu og foreldrum upp á fræðslu um  m.a veipreykingar unglinga. 

Fundunum var streymt til starfsmanna Kirkjubæjarskóla og síðan var foreldrum boðið að koma í KBS og fylgjast með fræðslufundi  sem streymt var frá Hellu.   Flutt  voru fróðleg erindi og gagnleg um hætturnar af t.d. veipreykingum, hvar og hvernig má nálgast efni til slíkra  reykinga og um útlit og gerð mismunandi áhalda til reykinganna. 

 
 

Foreldrahús er með heimasíðu:  https://www.foreldrahus.is/  þar sem finna má upplýsingar um starf þess og þá þjónustu sem foreldrum og börnum þeirra stendur til boða.

Minnum á foreldrasímann, símann sem aldrei sefur 5811-799 - neyðarnúmer