Síðasta vika var fyrsta skólavikan á þessu skólaári. Frábært veður var allan tímann og nemendur og starfsfólk nýttu góða veðrið mjög vel með ýmis konar útiveru. Nánasta umhverfi skólans var nýtt við ýmis konar kennslu, farið í skóginn hjá Systrafossi, fræðslustígur Vatnajökulsþjóðgarðs sem liggur milli sundlaugar og gestastofu þjóðgarðsins var skoðaður og á fimmtudeginum fengu nemendur elsta stigs að kæla sig við Stjórnarfoss. Auk þess fékk ærslabelgurinn mikla notkun þegar nemendur höfðu unnið sér inn frítíma með góðri hegðun og vinnusemi.
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .