Haustferð 21.september 2023


Líkt og komið hefur fram í föstudagspóstum frá umsjónarkennurum verður farið í hina árlega haustferð á morgun 21.sept.  Að þessu sinni verður farið í Hólaskjól og veðurspáin er nokkuð góð. Haldið verður af stað frá Kirkjubæjarskóla klukkan 8:45 og komið heim í kringum skólalok.
Nemendur þurfa ekki að mæta með skólatöskur með sér á morgun, það er samt æskilegt að þau séu með bakpoka til að geyma aukafatnað í og annað slíkt. Nemendur eiga að koma klædd eftir veðri þar sem dagurinn byggir á útiveru, það getur verið gott að stinga niður aukasokkum, vettlingum, húfu eða peysu í bakpokann. Mikilvægt er að nemendur verði í og/eða hafa með sér viðeigandi skófatnað sem henta í stutta gönguferð, leiki, hlaup og annað sprell.

Athugið að skólareglur gilda í öllum ferðalögum skólans og ekki er leyfilegt að koma með sælgæti, leikföng eða síma í haustferðina.

Nemendum er því uppálagt að afhenda umsjónarkennurum síma sína við komu í skólann eins alla aðra skóladaga  og geta sótt þá til þeirra þegar  skóladegi lýkur