Í gær kom Súsanna M. Gottsveinsdóttir rithöfundur og kynnti fyrir nemendum í 1. - 5. bekk, nýútgefnu bókina Jónas ísbjörn og jólasveinarnir. Súsanna er fyrrum nemandi í Kirkjubæjarskóla og því sérstaklega skemmtilegt að fá hana í heimsókn til okkar. Jónas ísbjörn og jólasveinarnir er fyrsta bókin sem hún gefur út en þetta er ljúf jólasaga um ísbjörnin Jónas sem býr út í sveit hjá foreldrum sínum, einn dag hittir hann skrítinn karl út í fjárhúsi og þá fara undarlegir hlutir að gerast. Súsanna kom á bókasafnið og las fyrstu tvo kafla sögunnar og svaraði spurningum. Það leyndi sér ekki áhugi nemenda á bókinni og báðu þau um að hún myndi lesa aðeins meira.
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .