Nú er Kirkjubæjarskóli að verða vel skreytur og mikil tilhlökkun meðal nemenda að halda litlu jól í næstu viku. Á miðvikudaginn síðastliðinn fóru nemendur í 5. og 7. bekk í heimsókn í Prestsbakkakot að velja jólatré fyrir skólann. Jón og Sólveig í Prestsbakkakoti hafa undanfarin ár gefið skólanum jólatré úr sinni jólatrjáarækt. Nemendur á elsta stigi sáu svo um að skreyta það ásamt matsals skólans.
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .