Nemendur miðstigs ásamt umsjónarkennara sínum sóttu hjónin í Prestsbakkakoti heim til að velja jólatré fyrir skólann.
Það var höfðinglega tekið á móti hópnum, sem fundu fljótt fallegt tré til að taka með í skólann. Kalt var í veðri en stillt og húsfreyjan í Prestsbakkakoti bauð öllum upp á kakó og piparkökur, Nemendur og kennari voru afar ánægð með heimsóknina og hver veit nema aðð ný hefð hafi skapast í morgun, þegar lifandi tré tekur sess gamla góða gervitrésins, sem glatt hefur börn og fullorðna á annan áratug.
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .