Lausar stöður kennara við Kirkjubæjarskóla á Síðu, Skaftárhreppi
Skólaárið 2020-2021
Stöður kennara lausar frá 1. ágúst 2020:
100% tímabundin staða umsjónarkennara á yngsta stigi
100% tímabundin staða umsjónarkennara á miðstigi
80 -100% ótímabundin staða umsjónarkennara á yngsta stigi
80-100% ótímabundin staða á umsjónarkennara á miðstigi
Leitað er eftir kennurum sem geta tekið að sér kennslu í list-og verkgreinum, stærðfræði og nátturugreinum auk almennra bóklegra greina.
Menntunar- og hæfniskröfur
•Leyfi til þess að nota starfsheitið kennari með sérhæfingu á grunnskólastigi eða aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi
•Leikni í mannlegum samskiptum og bera virðingu fyrir nemendum og samstarfsfólki
•Stundvísi frumkvæði og sjálfstæði
•Faglegur metnaður
•Áhugi og hæfni til að starfa með samhentum hópi starfsmanna og stjórnenda að frekari starfsþróun
•Góð tölvukunnátta og góð þekking á námsumhverfinu Infomentor
Í Kirkjubæjarskóla á Síðu eru 35 nemendur og er samkennsla, 2-3 árgangar í hóp.
Kærleikur – bjartsýni samvinna eru einkunnarorð skólans og er í undirbúningi að starfað verði eftir sjálfstjórnarkeningum um Jákvæðan aga auk þess að hljóta staðfestingu sem Heilsueflandi grunnskóli . Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til að taka þátt í að efla starfið í þeim anda. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu skólans https://www.kbs.is/
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands og Sambands ísl. sveitarfélaga. Umsóknum um stöðurnar skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Við ráðningu verða upplýsingar sóttar úr sakaskrá skv. lögum um grunnskóla nr. 91/2008 11.gr.
Fólk af öllum kynjum er hvatt til þess að sækja um.
Umsóknir skulu senda á skolastjori@klaustur.is Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Nánari upplýsingar um starfið veitir Katrín Gunnarsdóttir skólastjóri í síma 487-4633/865-7440 eða á netfangið skolastjori@klaustur.is
Umsóknarfrestur er til og með 19.maí 2020
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .