Heimilisfræðihópurinn í 3. og 4.b fór út í dag og tíndi nytjajurtir og ber. Þegar inn var komið var unnið úr afurðunum og endað á að bjóða hinum hluta bekkjarins í te og salat. Krökkunum fannst þetta skemmtilegt og vonandi hafa þau lært eitthvað líka.
Tínd voru hrútaber og búin til saft, gulmaðra, blóðberg og lúpína í grasate og fíflablöð, hundasúra og hvannarblöð í ferskt salat.
Við prufuðum að steikja óútsprungna fífla og greinar af hvönn í smjöri á pönnu.
Einnig týndum við hvannarfræ sem við geymum til að nota síðar i vetur.
Hér má sjá fleiri myndir
Þórgunnur María Guðgeirsdóttir
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .