Ýmislegt brallað í 3. bekk
Eftir að breytingar urðu á skólahaldi vegna C 19 breyttist stundartaflan okkar þannig að við byrjum morgnana á bóklegu námi og þar er tekið á af krafti.
Þegar það fer að líða að matartíma förum við út í vettvangsferðir og útikennslu. Eftir matinn er ein kennslustund og þá erum við inni og vinnum úr því sem við sáum og lærðum úti; t.d. erum við búin að halda dagbók með veðurlýsingum og lýsingu á markverðum stöðum og hlutum.
Við höfum fylgst með komu farfuglanna og skráum í dagbókina, flettum við upp viðkomandi fugli á netinu og/eða í fuglabókinni og fræðumst nánar um hann. Einnig höfum við glímt við reiknisdæmi úti t.d. talið línur á bílastæði og margfaldað til að finna út heildarfjölda bílastæða. Lækurinn er okkur líka mikil uppspretta hugmynda og tilrauna.
Við erum með gúrkuplöntu í glugganum sem vex og dafnar og á vonandi eftir að skila okkur gúrkum á næstunni, allavega lærum við lítilega um ræktun á plöntum og líffræði þeirra.
Þórgunnur María
Klausturvegur 4 | 880 Kirkjubæjarklaustur Sími á skrifstofu: 487 4633 Netfang: skoli@klaustur.is |
Skrifstofa skólans er opin mánudaga - föstudaga 8.15-12.25 |
Munið að sækja tímanlega um leyfi fyrir nemendur .